Mikill viðbúnaður þegar leki kom að bát á Bakkaflóa Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. október 2019 16:51 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en var síðan snúið við. Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Viðbragðsaðilar voru með mikinn viðbúnað nú síðdegis eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um að leki hefði komið að fimm tonna fiskibáti sem staddur var á Bakkaflóa. Einn maður var um borð en hann er heill á húfi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, segir að tilkynning hafi borist klukkan 15:46. „Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út og fiskibátar í grenndinni sem og línuskip, sem var í 30 mílna fjarlægð, beðið um að halda á staðinn. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði var kallað út auk sjóbjörgunarsveita á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Klukkan 16:30 var annar bátur kominn að þeim bát sem lekinn kom að. Ásgeir segir að það hafi verið álit skipstjóranna tveggja að það væri hægt að taka lekabátinn í tog og draga hann inn til Bakkafjarðar. „Þá var þyrlu Landhelgisgæslunnar snúið við þar sem að lensidæla bátsins hefur undan, meðan bátnum er ekki siglt fyrir eigin vélarafli,“ segir Ásgeir. Björgunarskipið og björgunarbátur Landsbjargar halda þó áfram að staðnum en að sögn Ásgeirs er hættuástandið afstaðið. Maðurinn sem var um borð í bátnum sem lekinn kom að er enn um borð og er verið að draga bátinn í land, eins og áður segir. Tilkynning LHG vegna málsins:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:46 frá skipstjóra fimm tonna fiskibáts á Bakkaflóa eftir að leki kom að bátnum. Einn var um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess sem skip í grenndinni voru beðin um að halda á staðinn. Þá var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Vopnafirði kallað út sem og sjóbjörgunarsveitir á svæðinu.Klukkan 16:30 kom nálægur bátur að fiskibátnum og var það álit skipstjóranna að hægt væri að taka fiskibátinn í tog og draga inn til Bakkafjarðar. Lensidæla bátsins hefur undan meðan bátnum er ekki siglt undir eigin vélarafli. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson og harðbotna björgunarbátur frá Þórshöfn halda för sinni áfram að bátnum en þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið við.Uppfært 17:45 Klukkan 17:20 var björgunarbáturinn Jón Kr komin á vettvang, áhöfnin á honum ásamt bátnum Tóta fylgja nú bátnum sem er í vanda til hafnar í Bakkafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Langanesbyggð Vopnafjörður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira