Regnbogabraut Skúli Ólafsson skrifar 2. október 2019 17:02 Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Þjóðkirkjan Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar