Innlent

Fékk stóran og djúpan skurð þegar hann gekk úr flugvélinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþeginn var að ganga frá borði þegar hann datt. Mynd er úr safni.
Farþeginn var að ganga frá borði þegar hann datt. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm
Farþegi sem var að ganga frá borði flugvélar, sem hafði lent á Keflavíkurflugvelli frá Hamborg í Þýskalandi um helgina, féll til jarðar og slasaðist töluvert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Farþeginn hlaut stóran og djúpan skurð á hnakka og kvartaði einnig undan eymslum víðsvegar um líkamann. Viðkomandi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Þá var tveimur flugvélum lent á Keflavíkurflugvelli um og eftir helgina vegna veikinda farþega um borð. Báðir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×