Suðurkóresk á rennur rauð vegna blóðmengunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:42 Áin Imjin rennur rauð eftir að blóð rann út í ánna. YEONCHEON IMJIN RIVER CIVIC NETWORK Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína. Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Imjin áin nærri landamærum Norður- og Suður-Kóreu rennur rauð eftir að hún mengaðist af blóði úr svínahræjum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Suðurkóresk yfirvöld lóguðu 47.000 svín í von um að hægja á útbreiðslu afríkusvínapestar (ASF) en vegna mikilla rigninga rann blóð úr svínunum í Imjin ánna. Afríkusvínapest breiðist hratt út og enn er engin lækning við henni og eru engin þekkt dæmi af því að sýkt svín lifi veikina af. Pestin er ekki hættuleg mönnum. Stjórnvöld á svæðinu segja enga hættu á því að blóðmengunin geti valdið útbreiðslu sjúkdómsins til annarra dýrategunda og sögðu þau að búið hafi verið að sótthreinsa svínin áður en þeim var slátrað. Þá segja stjórnvöld að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari mengun.Villisvín skotin á færi Svínin voru aflífuð um helgina og voru hræin skilin eftir inn í nokkrum gámum á grafreiti nærri kóresku landamærunum. Seinkun varð á framleiðslu plasthylkja sem átti að nota til að grafa hræin og varð því ekki af því að grafa þau strax eftir aflífun. ASF fannst nýlega í Suður-Kóreu og talið er að pestin hafi borist til landsins með svínum sem komu yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Fyrsta tilfelli ASF í Norður-Kóreu fannst í maí og réðust yfirvöld í Suður-Kóreu í miklar aðgerðir til að halda pestinni úr landinu, þar á meðal með því að setja upp girðingar við landamærin. Suðurkóreski herinn fékk þar að auki leifi til að aflífa öll villisvín sem sáust fara yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Þrátt fyrir tilraunir til að halda sjúkdómnum úti kom fyrsta tilfelli sjúkdómsins upp í Suður-Kóreu þann 17. september en síðan þá hafa komið upp tólf önnur tilfelli. Í landinu eru um 6.700 svínabýli. Stór hluti Asíu hefur orðið fyrir faraldrinum, þar á meðal Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira en 1,2 milljónir svína hafa verið aflífuð í Kína.
Dýr Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira