Er sjálfbærni – kvöð eða tækifæri? Eva Magnúsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar