„Vissum ekki hvort einhver ætlaði að vera fyndinn á okkar kostnað“ Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 08:30 Íslenska landsliðið í fyrri leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Oliver Hardt Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira