Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2019 18:44 Fjöldi manns hefur verið handtekinn á mótmælum í Moskvu undanfarnar tvær helgar. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir þeim. Vísir/EPA Rússneskir saksóknarar krefjast þess nú að par verði svipt forræði yfir eins árs gömlum syni sínum vegna þess að þau voru viðstödd mótmæli sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir. Saka þeir fólkið um að hafa stefnt barninu í hættu með því að láta vin þeirra halda á því. Dmitrí og Olga Prokazov segjast aðeins hafa átt leið hjá mótmælum stjórnarandstæðinga fyrir frjálsum kosningum í Moskvu 27. júlí. Þau hafi haft samúð með málstað mótmælendanna sem krefjast þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar verði leyft að bjóða sig fram til borgastjórnar í haust. Á annað þúsund manns voru handteknir á mótmælunum. Prokazov-hjónin segja að þau hafi á einhverjum tímapunkti leyft frænda Olgu að halda á dregnum þeirra. Það telja saksóknararnir tilefni til að svipta þau forræði yfir drengnum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC halda þeir því fram að lífi og öryggi drengsins hafi verið stefnt í voða. Foreldrarnir hafi „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað réttindi sín sem foreldrar. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að við værum að gera nokkuð sem kæmist nálægt því að vera rangt,“ segir Dmitrí. Saksóknararnir segja að rannsókn standi yfir á fleiri foreldrum sem tóku börn sín með á mótmæli síðustu tveggja helga. Umboðsmaður barna í Moskvu segir óásættanlegt að saksóknarar noti börn til að kúga fólk í pólitísku samhengi. Mikaíl Fedotov, formaður mannréttindaráðs Rússlands, segir ennfremur að fordæmið sem sett yrði með málinu gegn Prokazov-hjónunum gæti reynst höfuðverkur fyrir foreldra sem láta barnapíur, afa og ömmur eða aðra gæta barna sinna. Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Rússneskir saksóknarar krefjast þess nú að par verði svipt forræði yfir eins árs gömlum syni sínum vegna þess að þau voru viðstödd mótmæli sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir. Saka þeir fólkið um að hafa stefnt barninu í hættu með því að láta vin þeirra halda á því. Dmitrí og Olga Prokazov segjast aðeins hafa átt leið hjá mótmælum stjórnarandstæðinga fyrir frjálsum kosningum í Moskvu 27. júlí. Þau hafi haft samúð með málstað mótmælendanna sem krefjast þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar verði leyft að bjóða sig fram til borgastjórnar í haust. Á annað þúsund manns voru handteknir á mótmælunum. Prokazov-hjónin segja að þau hafi á einhverjum tímapunkti leyft frænda Olgu að halda á dregnum þeirra. Það telja saksóknararnir tilefni til að svipta þau forræði yfir drengnum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC halda þeir því fram að lífi og öryggi drengsins hafi verið stefnt í voða. Foreldrarnir hafi „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað réttindi sín sem foreldrar. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að við værum að gera nokkuð sem kæmist nálægt því að vera rangt,“ segir Dmitrí. Saksóknararnir segja að rannsókn standi yfir á fleiri foreldrum sem tóku börn sín með á mótmæli síðustu tveggja helga. Umboðsmaður barna í Moskvu segir óásættanlegt að saksóknarar noti börn til að kúga fólk í pólitísku samhengi. Mikaíl Fedotov, formaður mannréttindaráðs Rússlands, segir ennfremur að fordæmið sem sett yrði með málinu gegn Prokazov-hjónunum gæti reynst höfuðverkur fyrir foreldra sem láta barnapíur, afa og ömmur eða aðra gæta barna sinna.
Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51