Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 16:24 Flugfélagið WOW air varð gjaldþrota í lok mars. Aðstandendur WAB air hyggjast reisa félagið á grunni WOW en kaupa þó ekkert úr þrotabúi hins fallna flugfélags. vísir/vilhelm WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Um tíu starfsmenn félagsins mættu til vinnu í morgun en einn stofnenda gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun í starfsliðinu næsta mánuðinn.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en hafði þó eftir heimildum sínum að um væri að ræða 600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air og fyrrverandi stjórnarmaður í WOW air, segir í samtali við Vísi að skrifstofurými félagsins sé í Hafnarfirði. Rýmið undir starfsemi WAB air sé um 300 fermetrar.Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air.Mynd/Stöð 2Félagið fékk húsnæðið afhent á föstudag og um tíu starfsmenn mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun, að sögn Sveins. Hann segir að starfsmennirnir vinni nú flestir í flugrekstrarleyfinu en WAB air sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Sveinn gerir jafnframt ráð fyrir því að starfsmenn félagsins verði orðnir 20-30 talsins innan mánaðar. Þá segir Sveinn aðspurður að allt gangi samkvæmt áætlun. Ekki sé þó komin dagsetning á jómfrúarflug WAB air en markmiðið hafi verið að fara af stað í haust. Sveinn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí að unnið væri að því að ráða starfsfólk og finna húsnæði undir WAB air. Þá sagði hann að búið væri að tryggja fjármögnun flugfélagsins og vel gangi að fá flugvélar. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlintik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Play WOW Air Tengdar fréttir Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00 Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Um tíu starfsmenn félagsins mættu til vinnu í morgun en einn stofnenda gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun í starfsliðinu næsta mánuðinn.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en hafði þó eftir heimildum sínum að um væri að ræða 600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air og fyrrverandi stjórnarmaður í WOW air, segir í samtali við Vísi að skrifstofurými félagsins sé í Hafnarfirði. Rýmið undir starfsemi WAB air sé um 300 fermetrar.Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air.Mynd/Stöð 2Félagið fékk húsnæðið afhent á föstudag og um tíu starfsmenn mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun, að sögn Sveins. Hann segir að starfsmennirnir vinni nú flestir í flugrekstrarleyfinu en WAB air sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Sveinn gerir jafnframt ráð fyrir því að starfsmenn félagsins verði orðnir 20-30 talsins innan mánaðar. Þá segir Sveinn aðspurður að allt gangi samkvæmt áætlun. Ekki sé þó komin dagsetning á jómfrúarflug WAB air en markmiðið hafi verið að fara af stað í haust. Sveinn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí að unnið væri að því að ráða starfsfólk og finna húsnæði undir WAB air. Þá sagði hann að búið væri að tryggja fjármögnun flugfélagsins og vel gangi að fá flugvélar. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlintik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Play WOW Air Tengdar fréttir Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00 Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00
Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00
Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00