Ólafía Þórunn breytti plönunum sínum og verður með á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty/Jorge Lemus Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira