Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. ágúst 2019 06:30 Jim Ratcliffe og börn í Selá. Sam,Julia, Gísli Ásgeirsson frá veiðifélaginu Streng, Jim og George. Mynd/Einar Falur Jim Ratcliffe, stofnandi og stjórnarformaður INEOS, segir að hluti af aðgerðum til verndar laxinum sem áætlaðar séu á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. „Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur,“ segir í yfirlýsingu sem Fréttablaðinu barst í gær frá kynningarfyrirtækinu KOM sem starfar fyrir breska auðmanninn hér á landi. „Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars,“ segir í yfirlýsingunni. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“ Haft er eftir Ratcliffe að Norðausturland standi hjarta hans nær. „Eftir því sem heimsóknunum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæðinu til baka, til að hjálpa Norður-Atlantshafslaxinum, sem er ógnað, og einnig til að styðja við samfélagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálfbær langtímanálgun með starfsemi sem stendur undir eigin fjármögnun skipti sköpum, geri laxinum kleift að þrífast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla framtíð,“ segir Jim Ratcliffe. Rakið er að verndaráætlunin feli í sér sér nýja fjárfestingu og standsetningu veiðiskála, þar sem að komi iðnaðarmenn og fyrirtæki á svæðinu. „Um leið eru bændur á markvissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa verið, til að viðhalda hefðbundnum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nærsamfélagið.“ Fullyrt er að kaup Ratcliffes á sínum tíma á meirihlutaeign í jörðinni Grímsstöðum sé „birtingarmynd heildstæðrar nálgunar Jim Ratcliffe á þetta mikilvæga verndarstarf“. Meðeigendur Ratcliffes á Grímsstöðum eru íslenska ríkið auk smærri hluthafa. „Þótt svæðið sé að mestum hluta óbyggt mýrlendi, er á hálendi þess að finna helstu vatnasvið ánna á Norðausturströndinni. Markmið kaupanna voru að vernda og viðhalda þessu einstæða umhverfi hálendisins.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Jim Ratcliffe, stofnandi og stjórnarformaður INEOS, segir að hluti af aðgerðum til verndar laxinum sem áætlaðar séu á næstu fimm árum snúi að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. „Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur,“ segir í yfirlýsingu sem Fréttablaðinu barst í gær frá kynningarfyrirtækinu KOM sem starfar fyrir breska auðmanninn hér á landi. „Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars,“ segir í yfirlýsingunni. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi. Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“ Haft er eftir Ratcliffe að Norðausturland standi hjarta hans nær. „Eftir því sem heimsóknunum þangað fjölgar eykst löngun mín til þess að gefa svæðinu til baka, til að hjálpa Norður-Atlantshafslaxinum, sem er ógnað, og einnig til að styðja við samfélagið nærri ánum. Mín skoðun er að sjálfbær langtímanálgun með starfsemi sem stendur undir eigin fjármögnun skipti sköpum, geri laxinum kleift að þrífast vel, ekki bara um skemmri tíma heldur um alla framtíð,“ segir Jim Ratcliffe. Rakið er að verndaráætlunin feli í sér sér nýja fjárfestingu og standsetningu veiðiskála, þar sem að komi iðnaðarmenn og fyrirtæki á svæðinu. „Um leið eru bændur á markvissan hátt hvattir til að halda búsetu á jörðum sem keyptar hafa verið, til að viðhalda hefðbundnum landbúnaði og jarðgæðum nærri ánum, og styðja með búsetu sinni með beinum hætti við nærsamfélagið.“ Fullyrt er að kaup Ratcliffes á sínum tíma á meirihlutaeign í jörðinni Grímsstöðum sé „birtingarmynd heildstæðrar nálgunar Jim Ratcliffe á þetta mikilvæga verndarstarf“. Meðeigendur Ratcliffes á Grímsstöðum eru íslenska ríkið auk smærri hluthafa. „Þótt svæðið sé að mestum hluta óbyggt mýrlendi, er á hálendi þess að finna helstu vatnasvið ánna á Norðausturströndinni. Markmið kaupanna voru að vernda og viðhalda þessu einstæða umhverfi hálendisins.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira