Tónlistarsköpun í alþjóðlegu umhverfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 08:30 Það er alltaf eitthvað um nýjungar, segir Kristín Mjöll. Fréttablaðið/Valli Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er nú haldin í sjöunda sinn og stendur til 15. ágúst. Um sjötíu hljóðfæranemar frá sjö löndum fá þar þjálfun hjá framúrskarandi listamönnum. Hátíðin er í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þar á meðal hið amerísk-danska New Music for Strings og Atlanta Festival Academy sem stofnuð var 2019 að fyrirmynd akademíunnar í Hörpu. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson eru kynningarstjórar hátíðarinnar. „Þarna fá tónlistarnemar á Íslandi tækifæri til að vinna með erlendum nemum, spila með þeim og skapa tónlist í alþjóðlegu umhverfi. Það er alltaf mikil upplifun að heyra þetta unga fólk spreyta sig á glæsilegum verkum. Kennarar koma að utan til að kenna og spila á tónleikum. Það er alltaf eitthvað um nýjungar og nú erum við í fyrsta skipti að prófa okkur áfram með kammerblásaranámskeið,“ segir Kristín sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar allt frá byrjun.Framúrskarandi tónlistarmenn Frábærir tónlistarmenn verða meðal þátttakenda. Kristín nefnir fiðluleikarann Diönu Adamyan sem leikur á tónleikum 10. ágúst. „Hún er nítján ára og vann Menuhin-fiðlukeppnina þegar hún var átján ára. Hún leikur fyrir okkur ásamt Richard Simm, en hann hefur komið fram með mörgum helstu listamönnum landsins eftir að hann settist að hér á landi. Hingað kemur líka ung kona, hálf íslensk og hálf bandarísk, sem var með okkur á fyrsta námskeiðinu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, og heldur hádegistónleika 11. ágúst ásamt píanóleikaranum Jane Ade Sutarjo sem er frá Indónesíu. Geirþrúður þykir einn efnilegasti sellóleikari landsins og stundar meistaranám við Juilliard. Alls verða haldnir fimm masterklassar á námskeiðinu og níu nemendatónleikar og kennararnir halda líka eigin tónleika sem hafa verið mjög vinsælir. Það er mjög þakklátt fyrir nemendur að hlusta á fólkið sem þeir vinna með og kenna þeim.“ Veglegir hátíðartónleikar Akademían verður opnuð með tónleikum í dag, 6. ágúst, þar sem fluttir verða strengjakvartettar, afrakstur námskeiðs með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara sem starfar nú við Oberlin-tónlistarháskólann í Bandaríkjunum. Akademíunni lýkur með hátíðartónleikum 15. ágúst. Á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar nokkur verk en víðkunnur fiðluleikari, Eugene Drucker, mun leiða sveitina. Á seinni hluta tónleikanna flytur New Music of Strings nýja og nýlega kammermúsík. Dagskráin er opin öllum og Kristín segir aðsóknina ætíð hafa verið góða og að nokkuð sé um að erlendir ferðamenn sæki viðburðina. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er nú haldin í sjöunda sinn og stendur til 15. ágúst. Um sjötíu hljóðfæranemar frá sjö löndum fá þar þjálfun hjá framúrskarandi listamönnum. Hátíðin er í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þar á meðal hið amerísk-danska New Music for Strings og Atlanta Festival Academy sem stofnuð var 2019 að fyrirmynd akademíunnar í Hörpu. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson eru kynningarstjórar hátíðarinnar. „Þarna fá tónlistarnemar á Íslandi tækifæri til að vinna með erlendum nemum, spila með þeim og skapa tónlist í alþjóðlegu umhverfi. Það er alltaf mikil upplifun að heyra þetta unga fólk spreyta sig á glæsilegum verkum. Kennarar koma að utan til að kenna og spila á tónleikum. Það er alltaf eitthvað um nýjungar og nú erum við í fyrsta skipti að prófa okkur áfram með kammerblásaranámskeið,“ segir Kristín sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar allt frá byrjun.Framúrskarandi tónlistarmenn Frábærir tónlistarmenn verða meðal þátttakenda. Kristín nefnir fiðluleikarann Diönu Adamyan sem leikur á tónleikum 10. ágúst. „Hún er nítján ára og vann Menuhin-fiðlukeppnina þegar hún var átján ára. Hún leikur fyrir okkur ásamt Richard Simm, en hann hefur komið fram með mörgum helstu listamönnum landsins eftir að hann settist að hér á landi. Hingað kemur líka ung kona, hálf íslensk og hálf bandarísk, sem var með okkur á fyrsta námskeiðinu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, og heldur hádegistónleika 11. ágúst ásamt píanóleikaranum Jane Ade Sutarjo sem er frá Indónesíu. Geirþrúður þykir einn efnilegasti sellóleikari landsins og stundar meistaranám við Juilliard. Alls verða haldnir fimm masterklassar á námskeiðinu og níu nemendatónleikar og kennararnir halda líka eigin tónleika sem hafa verið mjög vinsælir. Það er mjög þakklátt fyrir nemendur að hlusta á fólkið sem þeir vinna með og kenna þeim.“ Veglegir hátíðartónleikar Akademían verður opnuð með tónleikum í dag, 6. ágúst, þar sem fluttir verða strengjakvartettar, afrakstur námskeiðs með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara sem starfar nú við Oberlin-tónlistarháskólann í Bandaríkjunum. Akademíunni lýkur með hátíðartónleikum 15. ágúst. Á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar nokkur verk en víðkunnur fiðluleikari, Eugene Drucker, mun leiða sveitina. Á seinni hluta tónleikanna flytur New Music of Strings nýja og nýlega kammermúsík. Dagskráin er opin öllum og Kristín segir aðsóknina ætíð hafa verið góða og að nokkuð sé um að erlendir ferðamenn sæki viðburðina.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira