Lautaro Martinez skoraði fyrsta markið strax á 12. mínútu og tuttugu mínútum síðar tvöfaldaði varnarmaðurinn Stefan De Vrij forystuna.
Í síðari hálfleik var röðin komin að Romelu Lukaku sem skoraði þriðja mark Inter en þetta var hans tíunda mark á Ítalíu.
10 - Romelu #Lukaku has scored 10 league goals current season: previously, only one Serie A debutant player has scored at least 10 goals for @Inter_en in the first 13 MDs of a Serie A season: Stefano Nyers, in 1948/49. Decisive.#TorinoInter
— OptaPaolo (@OptaPaolo) November 23, 2019
Fleiri urðu mörkin ekki og Inter er því áfram í öðru sætinu, stigi á eftir ríkjandi meisturum í Juventus. Torino er í 12. sætinu.
AC Milan og Napoli gerðu svo 1-1 jafntefli. Hirving Lozano kom Napoli yfir á 24. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Giacomo Bonaventura metin.
AC Milan er í 13. sæti deildarinnar með einungis fjórtán stig eftir þrettán leiki en Napoli er í sjöunda sætinu með tuttugu stig.
Jack's rocket levels #MilanNapoli after Lozano's opener. Check out the match report https://t.co/j23UMrxVwg@giacomobona firma il pareggio con un gran bolide dopo il gol di Lozano. Leggi il match report https://t.co/eteCXV4nhh#SempreMilanpic.twitter.com/5gUFvT71eZ
— AC Milan (@acmilan) November 23, 2019