Handbolti

Stelpurnar höfðu betur gegn Ágústi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karen var markahæst í dag ásamt Þóreyju Rósu.
Karen var markahæst í dag ásamt Þóreyju Rósu. vísir/bára
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann átta marka sigur, 28-20, á Færeyjum í vináttulandsleik sem fór fram á Ásvöllum fyrr í dag.

Stelpurnar voru 17-9 yfir er liðin gengu til búningsherbergja og síðari hálfleikurinn endaði jafn, 11-11. Öruggur sigur Íslands.

Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir voru markahæstar í íslenska liðinu en Fram-samherjarnir skoruðu fimm mörk hvor.

Andrea Jacobsen og Birna Berg Haraldsdóttir gerðu þrjú hvor og þær Thea Imani Sturludóttir, Sigríður Hauksdóttir, Perla Rut Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir tvö hver.

Helena Rut Örvasdóttir gerði eitt mark sem og Eva Björk Davíðsdóttir en þjálfari færeyska landsliðsins er Ágúst Jóhannsson.

Liðin mætast aftur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×