Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. nóvember 2019 09:30 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur. Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli sem Jón Steinar lýsti í bók sinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Í kaflanum „Hugarástand við Hæstarétt“ vísar Jón Steinar til dóms yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í undirkafla með heitinu dómsmorð. Fjallar hann þar um meðferð málsins sem hann telur ekki hafa staðist kröfur um sakfellingar í refsimálum og nafngreinir þá dómara sem dæmdu málið. Í forsendum Landsréttar segir að þótt meginefni bókarinnar sé hvöss og óvægin gagnrýni á störf réttarins, felist alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í tilvitnuðu máli þótt þau séu virt ein og sér. Landsréttur kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að með staðhæfingum Jóns Steinars um störf dómaranna í umræddu máli hafi hann í raun og veru verið að „fella gildisdóm með því að lýsa eigin skoðunum og ályktunum sem hann hefur dregið af því sem hann telur að hafi legið fyrir í málinu“. Jón Steinar var því sýknaður af kröfum Benedikts. Var hvor um sig látinn bera sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti með vísan til þess að ummælin væru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um hvort með þeim væri farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli sem Jón Steinar lýsti í bók sinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Í kaflanum „Hugarástand við Hæstarétt“ vísar Jón Steinar til dóms yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í undirkafla með heitinu dómsmorð. Fjallar hann þar um meðferð málsins sem hann telur ekki hafa staðist kröfur um sakfellingar í refsimálum og nafngreinir þá dómara sem dæmdu málið. Í forsendum Landsréttar segir að þótt meginefni bókarinnar sé hvöss og óvægin gagnrýni á störf réttarins, felist alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í tilvitnuðu máli þótt þau séu virt ein og sér. Landsréttur kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að með staðhæfingum Jóns Steinars um störf dómaranna í umræddu máli hafi hann í raun og veru verið að „fella gildisdóm með því að lýsa eigin skoðunum og ályktunum sem hann hefur dregið af því sem hann telur að hafi legið fyrir í málinu“. Jón Steinar var því sýknaður af kröfum Benedikts. Var hvor um sig látinn bera sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti með vísan til þess að ummælin væru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um hvort með þeim væri farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira