Báðir Renault bílarnir enduðu utan stiga í austurríska kappakstrinum um síðustu helgi. Daniel Ricciardo hefur ekki hugmynd hvað er að bílnum og afhverju þeir fara svona hægt.
„Það er eitthvað mikið að uppsetningunni á bílnum, mér fannst hann vera út um alla braut og fann mikið fyrir vindinum,“ sagði Ástralinn eftir keppnina.
Renault bílarnir enduðu í tólfta og þrettánda sæti á sunnudaginn og staðfesti liðsfélagi Ricciardo, Nico Hulkenberg, að honum fannst bíllinn alveg hræðilegur.
„Ég vona að við finnum vandamálið og verðum strax komnir á rétt ról á Silverstone,“ bætti Daniel við en breski kappaksturinn fer fram um þarnæstu helgi.
Ástralinn fór frá Red Bull fyrir tímabilið og þurfti að horfa á sinn gamla liðsfélaga, Max Verstappen, standa uppi sem sigurvegari í mögnuðum kappakstri á Red Bull brautinni.
Ricciardo: Ég hef engin svör
Bragi Þórðarson skrifar

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1
