Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2019 16:43 Frá vegagerð um Njarðvík í síðustu viku en víkin er milli Vatnsskarðs og Borgarfjarðar. Vísir/Vilhelm. Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. Tilboðið er frá Héraðsverki á Egilsstöðum og hljóðar upp á 300,4 milljónir króna. Það reyndist 33% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem er upp á 225,9 milljónir króna. Verkið er liður í uppbyggingu þjóðvegarins til Borgarfjarðar eystra og lagningu bundins slitlags þangað. Samkvæmt útboðslýsingu skal þessum verkhluta að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020. Héraðsverk vinnur þessa dagana að endurbyggingu 4,8 kílómetra kafla frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Þær framkvæmdir hófust í nóvemberlok í fyrra og á þeim að vera lokið fyrir 1. september í haust.Gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður er langt komin en myndin var tekin í síðustu viku. Framundan er að klæða veginn bundnu slitlagi.Vísir/Vilhelm.Þegar tilboð voru opnuð í Njarðvíkurskriðurnar í fyrrahaust átti Héraðsverks lægra boðið af tveimur, upp á 249 milljónir króna, eða 23% yfir 203 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 286 milljónir króna, sem var 41% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin samdi þá við Héraðsverk á grundvelli tilboðs þess. Íbúar Borgarfjarðar þrýstu á framkvæmdir með aðgerðum sem vöktu landsathygli í fyrra, hófu sjálfir að steypa veginn um Njarðvíkurskriður og söfnuðu síðan undirskriftum frá 2.500 Austfirðingum, sem afhentar voru samgönguráðherra. Þegar þessum tveimur verkum lýkur verður eftir aðeins einn malarkafli á leiðinni milli Egilsstaða og Bakkagerðis, 14 kílómetra kafli um Hjaltastaðaþinghá norðan Eiða. Íbúar Borgarfjarðar eystri eru nú 77 talsins, samkvæmt manntali Hagstofunnar. Af þeim eru aðeins þrjú börn yngri en 18 ára.Dyrfjöll gnæfa yfir Borgarfirði eystra.Vísir/Vilhelm. Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. Tilboðið er frá Héraðsverki á Egilsstöðum og hljóðar upp á 300,4 milljónir króna. Það reyndist 33% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem er upp á 225,9 milljónir króna. Verkið er liður í uppbyggingu þjóðvegarins til Borgarfjarðar eystra og lagningu bundins slitlags þangað. Samkvæmt útboðslýsingu skal þessum verkhluta að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020. Héraðsverk vinnur þessa dagana að endurbyggingu 4,8 kílómetra kafla frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Þær framkvæmdir hófust í nóvemberlok í fyrra og á þeim að vera lokið fyrir 1. september í haust.Gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður er langt komin en myndin var tekin í síðustu viku. Framundan er að klæða veginn bundnu slitlagi.Vísir/Vilhelm.Þegar tilboð voru opnuð í Njarðvíkurskriðurnar í fyrrahaust átti Héraðsverks lægra boðið af tveimur, upp á 249 milljónir króna, eða 23% yfir 203 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 286 milljónir króna, sem var 41% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin samdi þá við Héraðsverk á grundvelli tilboðs þess. Íbúar Borgarfjarðar þrýstu á framkvæmdir með aðgerðum sem vöktu landsathygli í fyrra, hófu sjálfir að steypa veginn um Njarðvíkurskriður og söfnuðu síðan undirskriftum frá 2.500 Austfirðingum, sem afhentar voru samgönguráðherra. Þegar þessum tveimur verkum lýkur verður eftir aðeins einn malarkafli á leiðinni milli Egilsstaða og Bakkagerðis, 14 kílómetra kafli um Hjaltastaðaþinghá norðan Eiða. Íbúar Borgarfjarðar eystri eru nú 77 talsins, samkvæmt manntali Hagstofunnar. Af þeim eru aðeins þrjú börn yngri en 18 ára.Dyrfjöll gnæfa yfir Borgarfirði eystra.Vísir/Vilhelm.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15
Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30