Viðskipti innlent

Auka hlutafé um 300 milljónir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Alfa, sem er í eigu Einars og Benedikts Sveinssona og fjölskyldu, á 65 prósent í Kynnisferðum og sjóður á vegum Stefnis keypti 35 prósenta hlut árið 2015.
Alfa, sem er í eigu Einars og Benedikts Sveinssona og fjölskyldu, á 65 prósent í Kynnisferðum og sjóður á vegum Stefnis keypti 35 prósenta hlut árið 2015.
Kynnisferða juku við hlutafé fyrirtækisins um 300 milljónir króna í fyrra. Þetta staðfestir Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða. Hann segir að eiginfjárhlutfallið sé rétt í kringum 20 prósent og eignarhlutur hluthafa hafi ekki tekið breytingum.

Alfa, sem er í eigu Einars og Benedikts Sveinssona og fjölskyldu, á 65 prósent í Kynnisferðum og sjóður á vegum Stefnis keypti 35 prósenta hlut árið 2015.

Björn staðfestir einnig að Kynnisferðir hafi verið reknar í kringum núllið á árinu 2018 en árið áður hafði félagið tapað 314 milljónum króna.

Þar með er þó ekki björninn unninn. Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu hefur mætt nokkru andstreymi í ár með gjaldþroti WOW air, verkföllum og kyrrsetningu Boeing 737 MAX 8 flugvéla sem Icelandair hugðist taka í rekstur í vor. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×