Rassabassi, ólöglegt reifpartí og sílíkonbrjóst Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:30 Elli Grill ásamt Johannes LaFontaine sem spilar með rapparanum. Kaktusinn tengist þeim óbeint. Fréttablaðið/Valli „Við vorum að gefa út plötuna Rassabassa, hún er framhald af síðustu plötunni minni sem heitir Pottþétt Elli Grill. Þetta er allt mjög andleg tónlist, fullkomin til að núllstilla sig. Mér finnst sjálfum gott að hlusta á hraða tónlist þegar ég fer að sofa, örvandi tónlist,“ segir Elli þegar blaðamaður nær tali af honum. Nýja platan kom út í gær og á henni er bara einn gestur, en það er enginn annar en söngvarinn ástsæli Páll Óskar. Það dugði ekkert minna, þótt það hafi í raun orsakast fyrir tilviljun. „Ég auglýsti á Facebook eftir gestum til að taka lag með mér á plötunni. Viðbrögðin voru rosaleg, ég fékk yfir fjögur hundruð komment. Bæði uppástungur og tónlistarfólk sem langaði að vera með. Ég bara gat ekkert valið, þetta voru svo margir,“ Páll Óskar var staddur í sama hljóðveri og Elli þegar hann gekk fyrir tilviljun inn í stúdíóið þar sem verið var að taka upp plötuna. Elli ber Páli vel söguna. „Hann vissi ekkert hver ég er, maður. Svo fékk hann að heyra plötuna sem við vorum að gefa út núna og hann var að elska þetta. Svo hann hoppaði á lag með mér, þannig að hann er eini gesturinn á plötunni,“ segir Elli. Platan verður frumflutt í heild á Eistnaflugi, en það er fleira í farvatninu hjá Ella Grill en bara venjulegt tónleikaspil. „Planið á næstunni er að halda ólöglegt reifpartí sem enginn fær að vita hvar er. Og ef lögreglan spyr, þá er það um jólin, sko,“ segir Elli, sem einmitt var stoppaður af lögreglunni í gær. „Ég var að taka upp myndband við lagið Á öðrum takti, sem er á nýju plötunni. Þeir héldu að ég væri að gera eitthvað af mér. Ég var reyndar klæddur í Hummel-fangelsisgalla og úti á miðri götu að taka upp myndband. Þeir héldu að þetta væri eitthvað skrýtið. Skil það aðeins betur þegar ég fer að pæla í því.“ Elli fór fyrir nokkrum árum ásamt Bubba og spilaði með honum á Litla-Hrauni á aðfangadag. „Það var mjög skemmtilegt og algjör stemning. Og auðvitað allir í Hummel-göllum, kom mér svolítið á óvart,“ segir Elli kíminn. Tónleikar Ella á Secret Solstice vöktu mikla athygli. Þar kom hann fram með mexíkóskum glímukappa, geimförum og búrkuklæddum einstaklingum. „Þetta var svona mín leið til að leysa heimsvandamálin, koma á heimsfriði og ná heimsfrægð. Þess vegna voru geimfararnir þarna.“ Þegar Elli er inntur eftir ástæðunni fyrir dálæti hans á útvarpsmanninum sívinsæla Sigga Hlö stendur ekki á svörum. „Já, hann er sko í fjölskyldunni bara. Hann er faðir minn. Ég samdi náttúrulega lagið Pabbi gef’ mér sílíkon. Hann Siggi vill aldrei gefa mér sílíkon.“ Elli segir að um leið og hann öðlist heimsfrægð muni þessi draumur vonandi verða að veruleika, að fá loksins sílíkon. „Ég fékk þessa andlegu uppljómun eftir teknópartí í Hollandi, að ég yrði að fá mér sílíkonbrjóst. Þannig að um leið og ég meikaða, þá fæ ég mér brjóst. Það er bara það sem maður gerir,“ segir Elli að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við vorum að gefa út plötuna Rassabassa, hún er framhald af síðustu plötunni minni sem heitir Pottþétt Elli Grill. Þetta er allt mjög andleg tónlist, fullkomin til að núllstilla sig. Mér finnst sjálfum gott að hlusta á hraða tónlist þegar ég fer að sofa, örvandi tónlist,“ segir Elli þegar blaðamaður nær tali af honum. Nýja platan kom út í gær og á henni er bara einn gestur, en það er enginn annar en söngvarinn ástsæli Páll Óskar. Það dugði ekkert minna, þótt það hafi í raun orsakast fyrir tilviljun. „Ég auglýsti á Facebook eftir gestum til að taka lag með mér á plötunni. Viðbrögðin voru rosaleg, ég fékk yfir fjögur hundruð komment. Bæði uppástungur og tónlistarfólk sem langaði að vera með. Ég bara gat ekkert valið, þetta voru svo margir,“ Páll Óskar var staddur í sama hljóðveri og Elli þegar hann gekk fyrir tilviljun inn í stúdíóið þar sem verið var að taka upp plötuna. Elli ber Páli vel söguna. „Hann vissi ekkert hver ég er, maður. Svo fékk hann að heyra plötuna sem við vorum að gefa út núna og hann var að elska þetta. Svo hann hoppaði á lag með mér, þannig að hann er eini gesturinn á plötunni,“ segir Elli. Platan verður frumflutt í heild á Eistnaflugi, en það er fleira í farvatninu hjá Ella Grill en bara venjulegt tónleikaspil. „Planið á næstunni er að halda ólöglegt reifpartí sem enginn fær að vita hvar er. Og ef lögreglan spyr, þá er það um jólin, sko,“ segir Elli, sem einmitt var stoppaður af lögreglunni í gær. „Ég var að taka upp myndband við lagið Á öðrum takti, sem er á nýju plötunni. Þeir héldu að ég væri að gera eitthvað af mér. Ég var reyndar klæddur í Hummel-fangelsisgalla og úti á miðri götu að taka upp myndband. Þeir héldu að þetta væri eitthvað skrýtið. Skil það aðeins betur þegar ég fer að pæla í því.“ Elli fór fyrir nokkrum árum ásamt Bubba og spilaði með honum á Litla-Hrauni á aðfangadag. „Það var mjög skemmtilegt og algjör stemning. Og auðvitað allir í Hummel-göllum, kom mér svolítið á óvart,“ segir Elli kíminn. Tónleikar Ella á Secret Solstice vöktu mikla athygli. Þar kom hann fram með mexíkóskum glímukappa, geimförum og búrkuklæddum einstaklingum. „Þetta var svona mín leið til að leysa heimsvandamálin, koma á heimsfriði og ná heimsfrægð. Þess vegna voru geimfararnir þarna.“ Þegar Elli er inntur eftir ástæðunni fyrir dálæti hans á útvarpsmanninum sívinsæla Sigga Hlö stendur ekki á svörum. „Já, hann er sko í fjölskyldunni bara. Hann er faðir minn. Ég samdi náttúrulega lagið Pabbi gef’ mér sílíkon. Hann Siggi vill aldrei gefa mér sílíkon.“ Elli segir að um leið og hann öðlist heimsfrægð muni þessi draumur vonandi verða að veruleika, að fá loksins sílíkon. „Ég fékk þessa andlegu uppljómun eftir teknópartí í Hollandi, að ég yrði að fá mér sílíkonbrjóst. Þannig að um leið og ég meikaða, þá fæ ég mér brjóst. Það er bara það sem maður gerir,“ segir Elli að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira