Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. maí 2019 23:45 Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15