Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2019 20:27 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira