Skilaðu Lucky-jakkanum vinur Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 09:01 Spessi í jakkanum. Sem er einstakur og vandséð hvernig nokkur getur klæðst honum án þess að skera sig úr. Pétur Friðgeirsson/Gunnar Þórarinsson/Fjölnir Geir Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar. Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar.
Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira