Donald Trump Bandaríkjaforseti varð í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heims sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito, í opinberri heimsókn.
Trump er ásamt fylgdarliði í fjögurra daga heimsókn til Japan og tóku keisarinn Naruhito og keisaraynjan Masako á móti forsetanum í Keisarahöllinni í Tokyo. Trump sagði eftir fundinn að honum hefði hlotnast mikill heiður, en Naruhito tók við keisaratigninni í byrjun maí eftir að faðir hans, Akihito sagði af sér embætti.
Akihito var fyrsti Japanskeisarinn sem gerir slíkt í margar aldir í Japan.
Í gær hitti Trump Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, en samskipti við Bandaríkin eru Japönum afar mikilvæg, viðskiptalega og hernaðarlega. Nú er í smíðum nýr tvíhliða viðskiptasamningur á milli landanna.
Trump sækir nýjan Japanskeisara heim

Tengdar fréttir

Japanskeisari afsalar sér völdum
Valdaskipti verða í Japan á miðnætti. Þá tekur Naruhito krónprins við keisaraembættinu af öldruðum föður sínum, Akihito.

Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara
Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn.

Telur að arftaki Japanskeisara verði þjóðinni til sóma
Toshiki Toma, prestur innflytjenda, segir Naruhito, krónprins Japans, vera hlýjan og kurteisan mann sem geti gegnt embætti keisara af prýði.