Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 12:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg, heldur þurfi þau líka að vera til þess fallin að kynda undir ofbeldi eða hatri á manni eða mönnum, svo að lögin eigi við þau. Sigríður segir að þingið hafi haft til skoðunar í mörg ár hvernig hægt væri að tryggja með betri hætti tjáningarfrelsi og vernd manna í þeim efnum. Breyting sem gerð var á 233. gr. a. almennra hegningarlaga árið 2014 hafi þrengt tjáningarfrelsið um of. „Ég er mjög sammála því, ég held að það þurfi að gæta að því að frelsi manna til orðs verði ekki þannig að það sé hægt að hafa efasemdir um það að tjáningarfrelsið ríki í raun,“ segir Sigríður. Samkvæmt frumvarpinu er það gert að skilyrði að háttsemi á borð við opinbert háð eða smánun verði að vera til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun svo að varði við lög. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með því sé verið að auka rými fyrir hatursorðræðu. Sigríður segir svo ekki vera. „Friðhelgi einkalífsins og æra manna sem er varin með ákvæðum um friðhelgi einkalífsins til dæmis, hún stendur áfram óbreytt,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Alþingi Stj.mál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg, heldur þurfi þau líka að vera til þess fallin að kynda undir ofbeldi eða hatri á manni eða mönnum, svo að lögin eigi við þau. Sigríður segir að þingið hafi haft til skoðunar í mörg ár hvernig hægt væri að tryggja með betri hætti tjáningarfrelsi og vernd manna í þeim efnum. Breyting sem gerð var á 233. gr. a. almennra hegningarlaga árið 2014 hafi þrengt tjáningarfrelsið um of. „Ég er mjög sammála því, ég held að það þurfi að gæta að því að frelsi manna til orðs verði ekki þannig að það sé hægt að hafa efasemdir um það að tjáningarfrelsið ríki í raun,“ segir Sigríður. Samkvæmt frumvarpinu er það gert að skilyrði að háttsemi á borð við opinbert háð eða smánun verði að vera til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun svo að varði við lög. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með því sé verið að auka rými fyrir hatursorðræðu. Sigríður segir svo ekki vera. „Friðhelgi einkalífsins og æra manna sem er varin með ákvæðum um friðhelgi einkalífsins til dæmis, hún stendur áfram óbreytt,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira