Þungt hljóð í íbúum að Gerplustræti Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:20 Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð. Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð.
Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00
Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30