Vilja þjálfa ungmenni til að gæta þjóðaröryggis Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:00 Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“ Netöryggi Tækni Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“
Netöryggi Tækni Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira