Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2019 13:00 Boðið er upp á tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík, stúdentum að endurgjaldslausum. getty/Jeffrey Greenberg/Vísir/vilhelm Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira