Enski boltinn

Fullyrða að leikmennirnir hafi kosið Van Dijk þann besta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Í leik með Liverpool fyrr á leiktíðinni.
Í leik með Liverpool fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Daily Mail fullyrðir í kvöld að Virgil van Djik, varnarmaður Liverpool, verði kjörinn leikmaður tímabilsins á Englandi.

Varnarmaðurinn var á sex manna lista sem gefinn var út á dögunum og nú fullyrðir Daily Mail að Hollendingurinn verði fyrir valinu. Tveir Liverpool-menn voru á listanum en ásamt van Dijk var Sadio Mane á listanum.

Einnig voru Eden Hazard, Sergio Aguero, Raheem Sterling og Bernardo Silva meðal þeirra sex efstu en Daily Mail fullyrðir í kvöld að það verði Van Djik sem verði kjörinn.

Helsti keppinautur Van Dijk í baráttunni um verðlaunin var Raheem Sterling en leikmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni kjósa þann besta.

Þetta er því annað árið í röð sem leikmaður Liverpool vinnur verðlaunin en á síðasta tímabili var það Mohamed Salah sem vann gullið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×