City í bílstjórasætinu eftir sigur í grannaslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2019 20:45 City-menn fagna. vísir/getty Manchester City færðist nær enska meistaratitlinum annað árið í röð er þeir unnu 2-0 sigur á grönnum sínum í Manchester United í kvöld. Það var ljóst fyrir leikinn að með sigri á Old Trafford í kvöld yrðu City-menn með forystuna þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. City stýrði umferðinni í fyrri hálfleik en það var ekki mikið um opin marktækifæri. United spilaði þéttan varnarleik en fyrri hálfleikurinn var markalaus.Man Utd (left) had just two touches in the Man City area during the opening 45 minutes.https://t.co/MA29RoKiKb#ManchesterDerby#MUNMCIpic.twitter.com/bPcEDdcv0k — Match of the Day (@BBCMOTD) April 24, 2019 Í síðari hálfleik náðu City að opna heimamenn meira og það var Bernardo Silva sem kom City yfir á níundu mínútu síðari hálfleiks með góðu skoti á nærstöngina. Tólf mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Þar var á ferðinni varamaðurinn Leroy Sane eftir undirbúning Raheem Sterling en David De Gea, markvörður Man. United, leit ekki vel út í því marki.Only two players have scored and assisted 20+ goals in the Premier League since the start of the last season: Sterling Sané 35 goals 20 goals 21 assists 25 assists The most dynamic of duos. pic.twitter.com/p9cONC7YZD — Squawka Football (@Squawka) April 24, 2019 Lokatölur því 2-0 og Manchester City er því á toppi deildarinnar með 89 stig. Liverpool er í öðru sætinu með 88 stig en þrjár umferðir eru eftir af deildinni. United er í sjötta sætinu með 64 stig og er þremur stigum frá Chelsea í fjórða sætinu en þessi lið mætast einmitt um helgina. Arsenal liggur í fimmta sætinu með 66 stig. Enski boltinn
Manchester City færðist nær enska meistaratitlinum annað árið í röð er þeir unnu 2-0 sigur á grönnum sínum í Manchester United í kvöld. Það var ljóst fyrir leikinn að með sigri á Old Trafford í kvöld yrðu City-menn með forystuna þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. City stýrði umferðinni í fyrri hálfleik en það var ekki mikið um opin marktækifæri. United spilaði þéttan varnarleik en fyrri hálfleikurinn var markalaus.Man Utd (left) had just two touches in the Man City area during the opening 45 minutes.https://t.co/MA29RoKiKb#ManchesterDerby#MUNMCIpic.twitter.com/bPcEDdcv0k — Match of the Day (@BBCMOTD) April 24, 2019 Í síðari hálfleik náðu City að opna heimamenn meira og það var Bernardo Silva sem kom City yfir á níundu mínútu síðari hálfleiks með góðu skoti á nærstöngina. Tólf mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Þar var á ferðinni varamaðurinn Leroy Sane eftir undirbúning Raheem Sterling en David De Gea, markvörður Man. United, leit ekki vel út í því marki.Only two players have scored and assisted 20+ goals in the Premier League since the start of the last season: Sterling Sané 35 goals 20 goals 21 assists 25 assists The most dynamic of duos. pic.twitter.com/p9cONC7YZD — Squawka Football (@Squawka) April 24, 2019 Lokatölur því 2-0 og Manchester City er því á toppi deildarinnar með 89 stig. Liverpool er í öðru sætinu með 88 stig en þrjár umferðir eru eftir af deildinni. United er í sjötta sætinu með 64 stig og er þremur stigum frá Chelsea í fjórða sætinu en þessi lið mætast einmitt um helgina. Arsenal liggur í fimmta sætinu með 66 stig.