Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum vinnumarkaði liggja nú fyrir. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent.
80,06% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já, 17,33% sögðu nei og þá tók 2,61% ekki afstöðu.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu voru niðurstöðurnar afgerandi í öllum félögum nema einu.
Í 17 aðildarfélögum SGS af 19 var nýr kjarasamningur samþykktur með yfir 70% atkvæða.
Kjarasamningur sem var undirritaðir 3. apríl síðastliðinn er þannig samþykktur hjá eftirfarandi aðildarfélögum SGS:
AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífandi stéttarfélagi, Eflingu stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS

Tengdar fréttir

Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM
Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum.

Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga
ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir.