Öryggisverðir í miðbænum tilkynntu um innbrot í kaffihús á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þeir umkringdu vettvanginn að sögn lögreglu og sást maður á ferli innan dyra.
Sá var handtekinn þegar lögregla kom á vettvang og reyndist hann í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangageymslu, en hann hafði stolið peningum úr versluninni og stungið á sig. Þá fundust einnig ætluð fíkniefni á manninum.
Þá var lögregla kölluð að verslun um klukkan hálftvö í nótt í miðbænum þar sem tveir menn voru með ólæti og ruddu vörum úr hillum og ógnuðu starfsfólki.
Þeir voru farnir er lögregla kom á vettvang en lögregla telur sig vita hverjir voru að verki, eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur úr versluninni.
Brotist inn á kaffihús í miðbænum
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
