Flautuþristur og þristamet frá Lillard Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:30 Lillard var hetjan í nótt vísir/getty Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Toronto Raptors, Portland Trail Blazers og Philadelphia 76ers tryggðu sæti sín í annari umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver Nuggets tók forystuna gegn San Antonio Spurs. Það liggur orðið fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir leiki næturinnar. Milwaukee Bucks mætir Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætir Toronto Raptors. Í Vesturdeildinni er hins vegar bara Portland Trail Blazers komið áfram. Damian Lillard var hetja Trail Blazers gegn Oklahoma City Thunder þegar langur flautuþristur hans rétt framan við miðju fór ofan í körfuna og tryggði heimamönnum 118-115 sigur og þar með sigur í einvíginu 4-1.Damian Lillard (50 PTS) buries the three for the #TissotBuzzerBeater and the @trailblazers advance to the Western Conference Semifinals with the 118-115 Game 5 victory! #ThisIsYourTime#RipCity#NBAPlayoffspic.twitter.com/cVqLJkHLR4 — NBA (@NBA) April 24, 2019 Lillard skoraði 50 stig í leiknum, sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik á ferlinum, þar af komu 10 þriggja stiga körfur sem er met í NBA deildinni. Oklahoma hefur ekki komist lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðustu þrjú tímabil og tapið í kvöld var það tólfta í röð á útivelli. Það var minni dramatík í Philadelphia þar sem heimamenn unnu öruggan 122-100 sigur á Brooklyn Nets og tóku einvígið 4-1. Philadelphia sýndi sóknarafl sitt í leiknum og byrjaði leikinn af miklum krafti. Fjórtán fyrstu stig leiksins voru heimamanna og staðan varð fljótt 20-2. Sóknarkraftur Philadelphia hélt áfram og í hálfleik var staðan 60-31 og leikurinn í höndum heimamanna. Joel Embiid og Ben Simmons fóru fyrir liði Philadelphia með 23 og 13 stig. Embiid bætti 13 fráköstum við en náði ekki þrennunni því hann átti aðeins tvær stoðsendingar. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum við Orlando Magic vann Toronto Raptors fjórða leikinn í röð í nótt og tryggði sæti sitt í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Kawhi Leonard var með 27 stig og Pascal Siakam 24 í 115-96 sigri Raptors. Sigurinn var aldrei í hættu en heimamenn komust mest í 37 stiga forystu. Denver Nuggets var eitt besta liðið í deildarkeppninni en hefur farið höktandi af stað í úrslitakeppninni. Það var þó ekkert hökt í nótt þegar Nuggets tók forystuna í einvígi sínu við San Antonio Spurs með 108-90 sigri á heimavelli. Nikola Jokic og Jamal Murray náðu einstaklega vel saman í leiknum og margar af átta stoðsendingum Jokic voru fyrir Murray. Murray endaði með 23 stig, Jokic var nálægt þrennunni með 16 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Staðan í einvíginu er nú 3-2 og getur Denver klárað málið á fimmtudag í San Antonio.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti