Bensínbrúsi fannst á vettvangi brunans við Sléttuveg Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2019 07:00 Eldurinn kviknaði í fjölbýlishúsi Öryrkjabandalagsins við Sléttuveg. Skjáskot/Stöð 2 Brynja hússjóður mun í framhaldi af bruna sem átti sér stað í bílakjallara við Sléttuveg á páskadag taka harðar á því að rusl sé skilið eftir í bílakjallara. Bruninn varð snemma páskadagsmorguns í húsi sem er á vegum sjóðsins. Talið er að hann sé af mannavöldum. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Arnari Magnússyni, framkvæmdastjóra Brynju, fannst á vettvangi brunans bensínbrúsi og virðist sem kveikt hafi verið í dekkjum sem átti eftir að ganga frá í bílakjallaranum. Björn segir í samtali við Fréttablaðið að íbúar hafi verið beðnir að fjarlægja dekkin áður en bruninn varð. „Við höfum beðið íbúa að vera ekki með dekk þarna og í framhaldi af þessu verður tekið enn harðar á því. Það verður ekkert leyfilegt þarna eftir þetta,“ segir Björn. Talsverður fjöldi bíla varð fyrir skemmdum í brunanum, auk þess sem húsnæðið sjálft skemmdist eitthvað. Björn segir að, í samráði við tryggingafélag, hafi iðnaðarmenn verið fengnir á vettvang í dag og að bílarnir sem voru í kjallaranum hafi verið fluttir í alþrif. Hann segir að það líti jafnvel út fyrir að þeir séu ekki eins skemmdir og upphaflega var talið en það komi í ljós að þrifum loknum hversu mikið tjónið er. „Mér sýnist að þetta hafi farið betur en maður þorði að vona. En það er mikið tjón á húsnæðinu. Maður veit ekki með bílana en manni sýnist að þeir hafi sloppið,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldurinn í bílageymslunni kviknaði af mannavöldum Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. 23. apríl 2019 11:46 Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Brynja hússjóður mun í framhaldi af bruna sem átti sér stað í bílakjallara við Sléttuveg á páskadag taka harðar á því að rusl sé skilið eftir í bílakjallara. Bruninn varð snemma páskadagsmorguns í húsi sem er á vegum sjóðsins. Talið er að hann sé af mannavöldum. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Arnari Magnússyni, framkvæmdastjóra Brynju, fannst á vettvangi brunans bensínbrúsi og virðist sem kveikt hafi verið í dekkjum sem átti eftir að ganga frá í bílakjallaranum. Björn segir í samtali við Fréttablaðið að íbúar hafi verið beðnir að fjarlægja dekkin áður en bruninn varð. „Við höfum beðið íbúa að vera ekki með dekk þarna og í framhaldi af þessu verður tekið enn harðar á því. Það verður ekkert leyfilegt þarna eftir þetta,“ segir Björn. Talsverður fjöldi bíla varð fyrir skemmdum í brunanum, auk þess sem húsnæðið sjálft skemmdist eitthvað. Björn segir að, í samráði við tryggingafélag, hafi iðnaðarmenn verið fengnir á vettvang í dag og að bílarnir sem voru í kjallaranum hafi verið fluttir í alþrif. Hann segir að það líti jafnvel út fyrir að þeir séu ekki eins skemmdir og upphaflega var talið en það komi í ljós að þrifum loknum hversu mikið tjónið er. „Mér sýnist að þetta hafi farið betur en maður þorði að vona. En það er mikið tjón á húsnæðinu. Maður veit ekki með bílana en manni sýnist að þeir hafi sloppið,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldurinn í bílageymslunni kviknaði af mannavöldum Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. 23. apríl 2019 11:46 Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54 Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Eldurinn í bílageymslunni kviknaði af mannavöldum Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum en eldur logaði í dekkjum þegar að var komið og hlaust af mikið tjón. 23. apríl 2019 11:46
Slökkvistarfi lokið og vettvangur afhentur lögreglu Útkallið barst um tíuleytið í morgun og tók mikill reykur á móti slökkviliðsmönnum í bílakjallaranum. 21. apríl 2019 14:54