Höfundurinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. apríl 2019 07:00 Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntahátíð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Allir þeir einstaklingar sem lesa sér til ánægju þekkja þá tilfinningu að hrífast af bók og fyllast um leið forvitni um höfund hennar. Þetta er tilfinning sem Holden Caulfield, hin unga aðalpersóna í þeirri ástsælu skáldsögu Bjargvættinum í grasinu eftir J.D. Salinger, orðar svo vel: „Bækur sem ég fæ tilfelli út af eru bækur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þær þá vildi maður að höfundurinn væri ógurlega mikill vinur manns og maður gæti hringt í hann hvenær sem maður vildi.“ Það var einmitt þessi tilfinning sem gerði vart við sig meðal íslenskra bókmenntaunnenda árið 2003 þegar japanski rithöfundurinn Haruki Murakami var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Troðfullt var á dagskrá með honum í Norræna húsinu og í Háskóla Íslands og lesendur hans létu spurningum rigna yfir hann og löng röð myndaðist þegar hann áritaði bækur sínar. Bókmenntahátíð í Reykjavík sem sett verður formlega í dag, miðvikudaginn 24, apríl, gefur íslenskum lesendum einmitt færi á að komast í nánd við rithöfunda víðs vegar að úr heiminum. Enginn þeirra er stórstjarna á við hinn ástsæla Murakami enda á sá góði rithöfundur fáa sína líka í samtímanum, en þarna eru á ferð merkir rithöfundar sem eiga erindi við lesendur. Bækur eftir flesta erlendu höfundanna hafa verið þýddar á íslensku og hrifið fjölmarga lesendur sem fagna því að fá þá til landsins. Það er einmitt vegna þessarar hátíðar, sem haldin hefur verið í áratugi, sem fjöldi þýðinga úr erlendum málum á íslensku hefur litið dagsins ljós. Þýðingar sem annars hefðu alls ekki allar komið út. Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um minnkandi bóklestur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að bókelskt fólk gefur hvergi eftir þegar kemur að því að gera veg bókarinnar sem mestan og stærstan. Hópur þeirra bókelsku má þó alltaf vera stærri og helsta ráðið til að gera hann sem öflugastan er að fá æsku landsins til liðs við sig. Þessu hafa forráðamenn Bókmenntahátíðar í Reykjavík hugað að en nú er í annað sinn sérstök barnabókadagskrá á hátíðinni. Slík dagskrá mætti þó vera enn fyrirferðarmeiri. Börn eru áhugasamir lesendur og það á að gera vel við þau. Stundum er auðvelt að fá það á tilfinninguna að bókmenntaheimurinn sé aðallega hannaður fyrir þá fullorðnu og um leið er eins og barna- og unglingahöfundar séu settir skör lægra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna, nema viðkomandi höfundar heiti J.K. Rowling og Philip Pullman. Barna- og unglingabókahöfundar mega ekki gleymast, þeir eru að vinna einstaklega mikilvægt starf og engir gera sér betur grein fyrir því en ungir og ástríðufullir lesendur þeirra. Á hátíðinni í ár verða í fyrsta sinn veitt Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og falla í skaut virtum erlendum rithöfundi. Verðlaunin eru tengd Bókmenntahátíð í Reykjavík og til þess fallin að auka enn veg hennar og virðingu og minna á hversu mikið við eigum höfundum bóka að þakka. Gleðilega bókmenntahátíð!
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun