Mánaðabið eftir sálfræðiviðtali á heilsugæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 20:49 Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00