Ákveðin hættumerki sem við verðum að fylgjast með Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 19:45 Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira