Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2019 19:15 Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær. Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær.
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira