Undur og stórmerki áttu sér stað í Olís-deild kvenna í dag þegar HK heimsótti Val að Hlíðarenda.
Kópavogskonur voru miklu betri í leiknum og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, 14-17. Í síðari hálfleik héldu HK-ingar áfram að fara illa með taplausar Valskonur og fór að lokum svo að HK vann sannfærandi sjö marka sigur, 24-31.
Díana Sigmarsdóttir fór mikinn og gerði 10 mörk fyrir HK en Lovísa Thompson var atkvæðamest heimakvenna með sjö mörk.
Þetta var fyrsta tap Vals í deildinni í vetur en HK er nú komið með átta stig í 5.sæti deildarinnar.
Íslandsmeistararnir steinlágu fyrir HK að Hlíðarenda
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið




Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn


Fleiri fréttir
