Engin viðbragðsáætlun til staðar hér á landi ef flutningsleiðir lokast Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2019 15:45 Ísland er mjög háð innflutningi á nauðsynjavörum. Vísir/vilhelm Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg. Almannavarnir Alþingi Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg.
Almannavarnir Alþingi Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira