Tökur á fjórðu Matrix-myndinni hefjast á næsta ári Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 20:35 Keanu Reeves og Carrie-Ann Moss snúa aftur sem Neo og Trinity. Warner Bros Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa. Hollywood Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa.
Hollywood Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein