Stórstjörnur gætu verið á leið til Íslands til að taka upp nýja mynd í haust Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 22:22 Chris Pratt, Betty Gilpin og J.K. Simmons hafa verið orðuð við hlutverk í myndinni. Vísir/Getty Svo gæti farið að nokkrar af stórstjörnum Hollywood mæti til Íslands í september til að taka upp kvikmynd sem segir frá blóðugri baráttu mannfólksins við geimverur. Um er að ræða myndina Ghost Draft en aðalleikari hennar er Chris Pratt sem margir ættu að kannast við sem Peter Quill, eða Starlord, úr myndunum um ofurhetjuteymin Guardians of The Galaxy og Avengers sem Marvel framleiðir. Fyrirtækin Skydance og Paramount framleiða þessa mynd en Hollywood Reporter segir viðræður standa yfir við Óskarsverðlaunahafann J.K. Simmons og leikkonuna Betty Gilpin sem hefur getið sér gott orð fyrir leik í þáttunum Glow. Hollywood Reporter segir að tökurnar muni hefjast í september og að þær fari fram í borginni Atlanta og á Íslandi. Chris McKay hefur verið ráðinn leikstjóri en hann á að baki myndina The Lego Batman Movie. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Lítið er vitað um persónur sögunnar en talið er að J.K. Simmons eigi að leika föður persónu Chris Pratt. Hollywood Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Svo gæti farið að nokkrar af stórstjörnum Hollywood mæti til Íslands í september til að taka upp kvikmynd sem segir frá blóðugri baráttu mannfólksins við geimverur. Um er að ræða myndina Ghost Draft en aðalleikari hennar er Chris Pratt sem margir ættu að kannast við sem Peter Quill, eða Starlord, úr myndunum um ofurhetjuteymin Guardians of The Galaxy og Avengers sem Marvel framleiðir. Fyrirtækin Skydance og Paramount framleiða þessa mynd en Hollywood Reporter segir viðræður standa yfir við Óskarsverðlaunahafann J.K. Simmons og leikkonuna Betty Gilpin sem hefur getið sér gott orð fyrir leik í þáttunum Glow. Hollywood Reporter segir að tökurnar muni hefjast í september og að þær fari fram í borginni Atlanta og á Íslandi. Chris McKay hefur verið ráðinn leikstjóri en hann á að baki myndina The Lego Batman Movie. Myndin á að gerast í fjarlægri framtíð þar sem mannkynið á sér litla von eftir erfitt stríð við geimverur sem gerðu innrás á jörðina. Til að snúa vörn í sókn ákveður mannfólkið að sækja hermenn úr fortíðinni til að vinna stríðið gegn geimverunum. Lítið er vitað um persónur sögunnar en talið er að J.K. Simmons eigi að leika föður persónu Chris Pratt.
Hollywood Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein