Þann 11. ágúst síðastliðinn frumsýndi Stöð 2 fyrsta þáttinn í þáttaseríunni Rikki fer til Ameríku. Þættirnir eru í umsjá vinanna Rikka og Auðuns Blöndal en átti Auðunn hugmyndina af þáttunum. Hingað til hefur Rikka þótt nóg að ferðast til Kaupmannahafnar og Tenerife en hingað til ekki verið mikið fyrir að upplifa nýja hluti og nýja menningu. Auðunni fannst því tilvalið að gera þætti um upplifun Rikka af Ameríku sem hann segir vera einstaklega einlægan og jákvæðan ferðafélaga.
Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um þáttinn, rómantíkina og lífið.
Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum).
Sjáum hversu emojional Rikki G er.
