Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn þegar Astana tapaði 1-0 fyrir Manchester United á Old Trafford í L-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.
Hinn 17 ára Mason Greenwood skoraði sigurmarkið á 73. mínútu. Hann er yngsti markaskorari United í Evrópukeppni í sögu félagsins.
„Við stóðum okkur vel og gerðum þeim erfitt fyrir. Við fengum ágætis tækifæri líka en það var ekki nóg til að fá stig,“ sagði Rúnar við UEFA eftir leikinn í kvöld.
Fjölmörg skyldmenni Rúnars voru í stúkunni á Old Trafford í kvöld. Hann og fjölskylda hans eru stuðningsmenn United.
„Augnablikið var sérstakt fyrir mig og fjölskyldu mína sem var í stúkunni. Það var draumur að spila hérna þótt ég hefði viljað fá stig,“ sagði Rúnar.
Fótbolti
Rúnar Már: „Draumur að spila á Old Trafford“
Tengdar fréttir
Hinn 17 ára Greeenwood hetja United gegn Rúnari Má og félögum
Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn þegar Astana tapaði fyrir Manchester United á Old Trafford.
Fjalla um Rúnar Má og ást hans á Man. United
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Solskjær hrósaði Greenwood: „Vann leikinn fyrir okkur“
Mason Greenwood var hetja Manchester United gegn Astana í Evrópudeildinni.