Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2019 19:15 Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu meta þessa dagana tillögur frá samgönguráðherra um stórframkvæmdir í umferðarmálum á svæðinu og uppbyggingu borgarlínu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld nauðbeygð til að breyta allri gjaldtöku á ökutæki og umferð vegna þróunar á gerð ökutækja. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra og samgönguráðherra út í áform um stórframkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum þar á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að svo virtist að leggja ætti viðbótargjöld á íbúa höfuðborgarsvæðisins ofan á fjölbreytt gjöld sem þegar væru lögð á bíleigendur. „Getur ráðherrann hæstvirtur hugsað sér að fólk verði látið borga gjöld, viðbótargjöld, fyrir að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins. Og í öðru lagi getur hæstvirtur ráðherra hugsað sér að slík gjaldtaka renni til fyrirbæris sem kallað er borgarlína,“ spurði formaður Miðflokksins. „Ég sé ekki bara fyrir mér að við gætum tekið upp ný gjöld heldur sé ég fyrir mér að við séum nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og samgöngum í landinu. Það er út af orkuskiptunum,“ sagði fjármálaráðherra. Lítil sem engin gjöld væru innheimt í dag af rafmagnsbílum til að hvetja til notkunar þeirra og þar með fengi ríkissjóður engar tekjur af þeim. „Þessir bílar fara um göturnar án þess að leggja nokkuð til vegna þess að þeir fara aldrei á dæluna. Þeim er að fjölga, þeim er að fjölga og þeim er að fjölga næst hraðast í heiminum á Íslandi. Umhverfisvænum bílum og rafmagnsbílum,“ sagði Bjarni. Hann sagði undanfarnar tvær ríkisstjórnir hafa fengið áskorun frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu um samtal um almenningssamgöngur. Þar væri verið að ræða nýjan samgönguás um höfuðborgarsvæðið. Aðalatriðið væri að það samkomulag sem væri í smíðum væri um stórfellda uppbyggingu í samgöngum á höfðuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð.Gagnrýna skort á samráði Þingmenn minnihlutans gagnrýna margir meint samráðsleysi ríkisstjórnarinnar við þá um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. En kynningafundur Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrir þingmenn svæðisins var blásinn af í fyrradag vegna þess að hann rakst á við þingstörf en áformin voru kynnt sveitarfélögum fyrir um hálfum mánuði og þau funduðu um í dag. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði lítið fara fyrir boðuðu þverpólitísku samráði. „Er þetta samkomulag eða drög að samkomulagi? Mun meirihlutinn og minnihlutinn hér á þingi hafa einhverja raunverulega aðkomu að þessu máli þegar samkomulag við sveitarfélögin liggur fyrir. Ef það þá næst og ef stjórnarflokkarnir sjálfir ná samkomulagi við sjálfa sig,“ sagði Þorsteinn. Samgönguráðherra segir þingmenn hafa komið að málum við gerð samgönguáætlunar í vor. Ferlið hafi verið gagnsætt á samstarfsvettvangi með sveitarfélögum þar sem flokkarnir ættu allir fulltrúa. „En það hefur ekki staðið á mér að kynna þetta mál fyrir hverjum sem er. Þá vinnu sem er í gangi. En henni er ekki lokið, hún er í gangi og það er ekkert óvænt við það,“ sagði Sigurður Ingi og sakaði Þorstein um að ástunda ímyndarstjórnmál. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 „Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu meta þessa dagana tillögur frá samgönguráðherra um stórframkvæmdir í umferðarmálum á svæðinu og uppbyggingu borgarlínu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld nauðbeygð til að breyta allri gjaldtöku á ökutæki og umferð vegna þróunar á gerð ökutækja. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra og samgönguráðherra út í áform um stórframkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu og aðkomu ríkisins að almenningssamgöngum þar á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að svo virtist að leggja ætti viðbótargjöld á íbúa höfuðborgarsvæðisins ofan á fjölbreytt gjöld sem þegar væru lögð á bíleigendur. „Getur ráðherrann hæstvirtur hugsað sér að fólk verði látið borga gjöld, viðbótargjöld, fyrir að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins. Og í öðru lagi getur hæstvirtur ráðherra hugsað sér að slík gjaldtaka renni til fyrirbæris sem kallað er borgarlína,“ spurði formaður Miðflokksins. „Ég sé ekki bara fyrir mér að við gætum tekið upp ný gjöld heldur sé ég fyrir mér að við séum nauðbeygð til að gjörbreyta allri gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og samgöngum í landinu. Það er út af orkuskiptunum,“ sagði fjármálaráðherra. Lítil sem engin gjöld væru innheimt í dag af rafmagnsbílum til að hvetja til notkunar þeirra og þar með fengi ríkissjóður engar tekjur af þeim. „Þessir bílar fara um göturnar án þess að leggja nokkuð til vegna þess að þeir fara aldrei á dæluna. Þeim er að fjölga, þeim er að fjölga og þeim er að fjölga næst hraðast í heiminum á Íslandi. Umhverfisvænum bílum og rafmagnsbílum,“ sagði Bjarni. Hann sagði undanfarnar tvær ríkisstjórnir hafa fengið áskorun frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu um samtal um almenningssamgöngur. Þar væri verið að ræða nýjan samgönguás um höfuðborgarsvæðið. Aðalatriðið væri að það samkomulag sem væri í smíðum væri um stórfellda uppbyggingu í samgöngum á höfðuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð.Gagnrýna skort á samráði Þingmenn minnihlutans gagnrýna margir meint samráðsleysi ríkisstjórnarinnar við þá um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. En kynningafundur Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fyrir þingmenn svæðisins var blásinn af í fyrradag vegna þess að hann rakst á við þingstörf en áformin voru kynnt sveitarfélögum fyrir um hálfum mánuði og þau funduðu um í dag. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði lítið fara fyrir boðuðu þverpólitísku samráði. „Er þetta samkomulag eða drög að samkomulagi? Mun meirihlutinn og minnihlutinn hér á þingi hafa einhverja raunverulega aðkomu að þessu máli þegar samkomulag við sveitarfélögin liggur fyrir. Ef það þá næst og ef stjórnarflokkarnir sjálfir ná samkomulagi við sjálfa sig,“ sagði Þorsteinn. Samgönguráðherra segir þingmenn hafa komið að málum við gerð samgönguáætlunar í vor. Ferlið hafi verið gagnsætt á samstarfsvettvangi með sveitarfélögum þar sem flokkarnir ættu allir fulltrúa. „En það hefur ekki staðið á mér að kynna þetta mál fyrir hverjum sem er. Þá vinnu sem er í gangi. En henni er ekki lokið, hún er í gangi og það er ekkert óvænt við það,“ sagði Sigurður Ingi og sakaði Þorstein um að ástunda ímyndarstjórnmál.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 „Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45
„Ég finn til með háttvirtum þingmanni og skil sársaukann“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist finna til með þingmanni Viðreisnar sem ekki fær skýr svör við áformum tengdum samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 16. september 2019 18:30