Lofar stöðugu stuði og klikkaðri listdagskrá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2019 13:29 Dagana 19. - 22. september fer fram klikkuð menningarhátíð í tilefni af fjörutíu ára afmæli Geðhjálpar. Klikkuð menning Landsamtökin Geðhjálp fagna fjörutíu ára afmæli sínu í næsta mánuði. Samtökin hafa af því tilefni blásið til klikkaðrar menningarhátíðar sem hefst í dag. Verkefnastjóri Klikkaðrar menningarhátíðar vill með fjölbreyttum viðburðum og uppákomum fagna fjölbreytileikanum og draga úr fordómum í samfélaginu. Tilgangur Samtakanna er að vinna að geðheilbrigðismálum og bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Hildur Loftsdóttir er verkefnastjóri klikkaðrar menningar. „Geðhjálp er að fagna fjörutíu ára afmæli níunda október og við vildum gera eitthvað mjög sérstakt og ætlum að halda stóra, klikkaða gleðihátíð,“ segir Hildur. Menningarhátíðin mun standa yfir í nokkra daga en hún hefst í dag klukkan fjögur. „Þar sem forseti Íslands mun ávarpa hátíðarsamkundu sem verður hátíð í hátíðarsal háskóla Íslands, svo verður önnur opnun sem verður í Bíó paradís klukkan sex. Svo verður dagskrá, stöðugt stuð, klikkuð listdagskrá á föstudag laugardag og sunnudag og það er frítt inn á alla viðburði.“ Á laugardaginn klukkan eitt í Hafnarhúsinu fer svo fram alþjóðlegt málþing um geðheilbrigðismál. „Þar verður Kári Stefánsson, Dr. Arnhild Lauveng frá Noregi og svo verður hún Mary O‘Hagan frá Nýja Sjálandi. Þetta eru mjög stórar stjörnur í geðheilbrigðis bransanum.“Hver er hugsunin á bakvið klikkaða menningarhátíð?„Hugsunin var að fagna fjölbreytileikanum í geðheilsu landsmanna. Fagna því að það eru geðrænir kvillar sem eru bæði upplifun en líka uppspretta listrænna hæfileika og þess vegna erum við með fullt af listrænum viðburðum en við erum einnig að ræða um geðheilbrigði í dag. Þegar allt kemur til alls þá er þetta bara hluti af því að minnka fordóma, hluti af því að normalísera að við erum öll með geðheilsu, hvort sem hún er slæm eða góð og allt þar á milli,“ segir Hildur. Heilbrigðismál Menning Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Landsamtökin Geðhjálp fagna fjörutíu ára afmæli sínu í næsta mánuði. Samtökin hafa af því tilefni blásið til klikkaðrar menningarhátíðar sem hefst í dag. Verkefnastjóri Klikkaðrar menningarhátíðar vill með fjölbreyttum viðburðum og uppákomum fagna fjölbreytileikanum og draga úr fordómum í samfélaginu. Tilgangur Samtakanna er að vinna að geðheilbrigðismálum og bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Hildur Loftsdóttir er verkefnastjóri klikkaðrar menningar. „Geðhjálp er að fagna fjörutíu ára afmæli níunda október og við vildum gera eitthvað mjög sérstakt og ætlum að halda stóra, klikkaða gleðihátíð,“ segir Hildur. Menningarhátíðin mun standa yfir í nokkra daga en hún hefst í dag klukkan fjögur. „Þar sem forseti Íslands mun ávarpa hátíðarsamkundu sem verður hátíð í hátíðarsal háskóla Íslands, svo verður önnur opnun sem verður í Bíó paradís klukkan sex. Svo verður dagskrá, stöðugt stuð, klikkuð listdagskrá á föstudag laugardag og sunnudag og það er frítt inn á alla viðburði.“ Á laugardaginn klukkan eitt í Hafnarhúsinu fer svo fram alþjóðlegt málþing um geðheilbrigðismál. „Þar verður Kári Stefánsson, Dr. Arnhild Lauveng frá Noregi og svo verður hún Mary O‘Hagan frá Nýja Sjálandi. Þetta eru mjög stórar stjörnur í geðheilbrigðis bransanum.“Hver er hugsunin á bakvið klikkaða menningarhátíð?„Hugsunin var að fagna fjölbreytileikanum í geðheilsu landsmanna. Fagna því að það eru geðrænir kvillar sem eru bæði upplifun en líka uppspretta listrænna hæfileika og þess vegna erum við með fullt af listrænum viðburðum en við erum einnig að ræða um geðheilbrigði í dag. Þegar allt kemur til alls þá er þetta bara hluti af því að minnka fordóma, hluti af því að normalísera að við erum öll með geðheilsu, hvort sem hún er slæm eða góð og allt þar á milli,“ segir Hildur.
Heilbrigðismál Menning Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira