Nonni kveður næturbröltið: „Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum“ Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2019 11:24 Jón Guðnason, Nonni, hefur eldað ófáa bátana ofan í skemmtanaglaða Íslendinga. vísir/vilhelm „Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
„Það er bara kominn tími á mig að fara að breyta til og létta aðeins á vinnuálagi.“ Þetta segir Jón Guðnason, betur þekktur sem Nonni á Nonnabitum, en greint var frá því í morgun að Nonnabiti í Hafnarstræti hafi verið lokað. Búið er að selja eignirnar í Hafnarstræti, en Nonnabiti mun þó áfram starfa í Bæjarlind í Kópavogi. Nonni segir að Nonnabiti hafi fyrst opnað í Hafnarstræti 18 árið 1993. „Í friðaða húsinu. Við máttum svo ekki hrófla við neinu þar – í húsinu sem nú er búið að rífa. Staðurinn fluttist svo í Hafnarstræti 11. Svo keyptum við af honum Geira heitnum, á Goldfinger – Hafnarkrána – og breyttum henni í okkar stað. Þetta var í Hafnarstræti 9, þó að þetta heiti nú Pósthússtræti 2.“Hvað stendur upp úr á þessum árum?„Skemmtilegur tími, skemmtilegt fólk og þakklæti fyrir viðskiptin. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. Þú værir ekki svona lengi í þessu ef þú hefðir ekki gaman af því,“ segir Nonni, en Nonnabiti í Hafnarstræti hefur verið með mjög rúman opnunartíma og verið vinsæll, síðasti áfangastaður djammara í miðbænum áður en heim var haldið.Bátarnir hans Nonna hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/vilhelmNonni segir að þau hjónin, Jón og Björk, munu nú einbeita sér að staðnum í Bæjarlind í Kópavogi. „Sonur minn er þar og við verðum þar með honum. Við ætlum að minnka vinnuálagið, hætta þessu næturbrölti. Við hlökkum til að snúa við sólarhringnum og njóta barnabarnanna.“ Nonni segir allt vera breytingum háð og að hann sé alls ekki ósáttur með þetta. „Langt í frá. En það er auðvitað alltaf tregi ef þú ert búinn að vera lengi í einhverju og hitt allt þetta skemmtilega fólk. Tímarnir breytast hins vegar og mennirnir með.“Minnkandi viðskipti þegar rúntinum var lokað Nonni segist einnig hafa fundið fyrir minnkandi viðskiptum í miðbænum á síðustu árum. „Við fórum að taka eftir því þegar rúntinum var lokað. Meðan hægt var að keyra í miðbænum var þetta ljómandi gott. Eftir að það var lokað fór að síga aðeins á ógæfuhliðina, þannig lagað.“ Hann segist þó alveg vera vinur göngugatna. „En við búum náttúrulega á Íslandi. Við búum við veðráttu sem er ekki hliðholl göngugötum skulum við segja.“ Hann segist ekkert vilja gefa upp um kaupendur, en segist vona að þarna komi nýr veitingastaður. Það sé undir nýjum eigendum komið að kynna sitt.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Nonnabita lokað í miðbænum Skyndibitastaðurinn Nonnabiti í Hafnarstræti hefur lokað eftir 27 ára rekstur í götunni. 19. september 2019 10:22
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf