Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2019 12:55 Fjármálaráðherra lýsti yfir furðu sinni á málflutningi Helgu Völu Helgadóttur hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar ábyrgðinni á stöðu spítalans til stjórnvalda. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og sagði hvern starfsmanninn á fætur öðrum hafa komið fram í fjölmiðlum með neyðarkall til stjórnvalda um aðgerðir án tafar. „Yfir tvö hundruð einstaklingar leita á bráðamóttöku á sólarhring. Ekki er óalgengt aðþar séu á hverjum tíma um fimmtíu einstaklingar um þau þrjátíu og sex rúm sem þar eru,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir.visir/vilhelm„Á þessu ástandi ber hæstvirtur ráðherra ábyrgð og því spyr ég; hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að bregðast við núna.“Ekki á ábyrgð fjármálaráðherra Fjármálaráðherra lýsti furðu sinni á málflutningi þingmannsins hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. Í lögum um opinber fjármál væri kveðið á um hvar ábyrgðin á rekstri opinberra stofnanna lægi. „Við erum með stjórnendur á stofnunum sem eru í samtali við fagráðuneyti. Fjármálaráðuneytið er ekki þátttakandi í því samtali. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður kemur hér upp í þingsal og segir; bráðadeild Landsspítalans er á ábyrgð fjármálaráðherrans eða fjármálaráðuneytisins,“ sagði Bjarni.„Tölum um ábyrgð“ Stjórnendum Landspítalans bæri að gera heilbrigðisráðuneytinu viðvart um stöðu mála og leggja til úrbætur. Samkvæmt lögum bæri fagráðuneytinu síðan að svara stofnununni innan tiltekisns frests. „Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt. En menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki hér í þingsal og vísi ábyrgðinni bara upp í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að við erum að hlusta á það sem starfsfólk á Landspítalanum er að segja,“ sagði fjármálaráðherra. „Tölum um ábyrgð. Endilega hæstvirtur ráðherra. Sem ekki vill gera samninga við hjúkrunarfræðinga. Þannig að það er verið að taka af núna vaktaálag á hjúkrunarfræðinga sem gerir það að verkum að það verður fráflæðisvandi, sem gerir það að verkum að bráðamóttaka Landspítalans lokast. Þetta er á ábyrgð ykkar, stjórnvalda,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar ábyrgðinni á stöðu spítalans til stjórnvalda. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun og sagði hvern starfsmanninn á fætur öðrum hafa komið fram í fjölmiðlum með neyðarkall til stjórnvalda um aðgerðir án tafar. „Yfir tvö hundruð einstaklingar leita á bráðamóttöku á sólarhring. Ekki er óalgengt aðþar séu á hverjum tíma um fimmtíu einstaklingar um þau þrjátíu og sex rúm sem þar eru,“ sagði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir.visir/vilhelm„Á þessu ástandi ber hæstvirtur ráðherra ábyrgð og því spyr ég; hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að bregðast við núna.“Ekki á ábyrgð fjármálaráðherra Fjármálaráðherra lýsti furðu sinni á málflutningi þingmannsins hvað varðaði ábyrgð á rekstri opinberra stofnanna. Í lögum um opinber fjármál væri kveðið á um hvar ábyrgðin á rekstri opinberra stofnanna lægi. „Við erum með stjórnendur á stofnunum sem eru í samtali við fagráðuneyti. Fjármálaráðuneytið er ekki þátttakandi í því samtali. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig háttvirtur þingmaður kemur hér upp í þingsal og segir; bráðadeild Landsspítalans er á ábyrgð fjármálaráðherrans eða fjármálaráðuneytisins,“ sagði Bjarni.„Tölum um ábyrgð“ Stjórnendum Landspítalans bæri að gera heilbrigðisráðuneytinu viðvart um stöðu mála og leggja til úrbætur. Samkvæmt lögum bæri fagráðuneytinu síðan að svara stofnununni innan tiltekisns frests. „Við ætlumst til þess að stjórnendur og fagráðuneyti taki á alvarlegum málum á borð við það sem hér er rætt. En menn fari ekki í einhverja pólitíska leiki hér í þingsal og vísi ábyrgðinni bara upp í fjármálaráðuneyti þegar svo þykir henta. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr því að við erum að hlusta á það sem starfsfólk á Landspítalanum er að segja,“ sagði fjármálaráðherra. „Tölum um ábyrgð. Endilega hæstvirtur ráðherra. Sem ekki vill gera samninga við hjúkrunarfræðinga. Þannig að það er verið að taka af núna vaktaálag á hjúkrunarfræðinga sem gerir það að verkum að það verður fráflæðisvandi, sem gerir það að verkum að bráðamóttaka Landspítalans lokast. Þetta er á ábyrgð ykkar, stjórnvalda,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“ Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann. 15. september 2019 18:45
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43