Lögreglumaður á frívakt tilkynnti í gærkvöldi um bíl á Miklubraut þar sem farþegi var að beina byssu út um glugga hans og að öðrum bílum.
Í skeyti lögreglu segir að bílnum hafi verið ekið í átt að Breiðholti og síðan út á Reykjanesbrautina þar sem lögregla stöðvaði för hans og hafði afskipti af ökumanni og farþega.
Kom þá í ljós að um var að ræða tvo unga menn, sautján og átján ára sem höfðu verið að veifa leikfangabyssu.
Ungu mennirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekinn af þeim með aðkomu foreldra og Barnavernd.
Þá segir ennfremur að byssan, sem þó er sögð leikfangabyssa, hafi verið haldlögð.

