Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram að fjalla um mál Eflingar og verður rætt við Viðar Þorsteinsson framkvæmdarstjóra stéttarfélagsins um mál fjögurra fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem segja brotið á réttindum þeirra. Við sýnum einnig myndir frá uppnámi sem varð í Neskirkju í dag, á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum.

Rætt verður við alzheimersjúkling í fréttatímanum sem segir allt hafa breyst þegar hann greindist með sjúkdóminn. Hann hafi þurft að hætta að vinna og það hafi verið honum erfitt. Lífið haldi þó áfram og mikilvægt sé að tala opinskátt um sjúkdóminn.

Gulvestungar hófu mótmótmæli á ný í París en á fjórða tug voru handteknir í mótmælunum. Við segjum einnig frá hjónum á bænum Stóragerði í Ölfusi sem hafa komið upp kapellu á bænum þar sem öll almenn prestsverk geta farið fram enda vígði biskups Íslands kapelluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×