Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. Innlent 18.3.2025 18:17 Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og heyrum frá konu sem lifði af umsátrið við Mariupol. Hún missti eiginmann sinn í árásum á borgina og komst naumlega undan með börnum sínum. Innlent 17.3.2025 18:17 Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.3.2025 18:02 Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.3.2025 18:12 Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.3.2025 18:08 Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á manndrápi og fjárkúgun. Tveir karlmenn og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi og lagt hefur verið hald á bifreiðar og muni. Fjallað verður um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.3.2025 18:20 Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir nokkrum þeirra sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær eftir að hafa fundist þungt haldinn í Gufunesi og fimm eru í haldi lögreglu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá héraðsdómi þegar sakborningar voru leiddir fyrir dómara og förum yfir málið. Innlent 12.3.2025 18:09 Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Fimm eru í haldi vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Við verðum í beinni frá lögreglustöðinni á Selfossi í kvöldfréttum Stöðvar 2, förum yfir atvik málsins og sjáum myndir af eftirför sem tengist rannsókninni. Innlent 11.3.2025 18:00 Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Ríkissjóður verður í áratugi að greiða upp ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða skuldir Íbúðalánasjóðs að sögn ráðherra. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör þeirra verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Við ræðum við fjármálaráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.3.2025 18:00 Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við aðstoðaryfirlögregluþjó á Austurlandi sem segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. Innlent 9.3.2025 18:25 „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Eflingar sem segir hækkunina óskiljanlega og óréttlætanlega. Innlent 8.3.2025 18:14 Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu. Innlent 7.3.2025 18:14 Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Lögmenn sakborninganna í hryðjuverkamálinu svokallaða boða tugmilljóna skaðabótakröfu eftir sýknu í alvarlegasta þætti málsins í Landsrétti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt veið Svein Andra Sveinsson lögmann, sem segir þetta tímamótadóm. Innlent 6.3.2025 18:10 Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar segir hugmyndir um að fækka hæstaréttardómurum úr sjö í fimm vanvirðingu við réttinn. Opinberir starfsmenn eru einnig mjög ósáttir við tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem auðvelda uppsagnir. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra bregst við gagnrýninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.3.2025 18:12 Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Hægt væri að spara minnst sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs á næstu fjórum árum af farið verður eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Til þess þarf að sameina háskóla, söfn, lögregluembætti og dómstóla. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins bregst við tillögum í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 4.3.2025 18:11 Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Við ræðum við íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.3.2025 18:04 Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins á sögulegum landsfundi og er þar með fyrsti kvenkyns formaður flokksins. Aðeins nítján atkvæðum munaði á Guðrúnu og mótframbjóðanda hennar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Innlent 2.3.2025 18:22 Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi Fordæmalaus staða er komin upp í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu eftir hitafund í Hvíta húsinu í gær. Leiðtogar Evrópuríkja hittast á fundi í Lundúnum á morgun til að þétta raðirnar í öryggis- og varnarmálum. Innlent 1.3.2025 18:15 Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Sögulegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag. Formannsslagurinn stendur í fyrsta sinn á milli tveggja kvenna og Bjarni Benediktsson flutti kveðjuræðu sína sem formaður flokksins nú síðdegis. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Valhöll þar sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða saman komnir, hittum landsfundargesti og athugum hvort þeir hafi gert upp hug sinn og heyrum í Bjarna Benediktssyni sem segist nú stiginn út af hinu pólitíska sviði. Innlent 28.2.2025 18:00 Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði. Innlent 27.2.2025 18:02 Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Kjarasamningurinn sem Kennarasamband Íslands, ríki og sveitarfélög undirrituðu í gær tryggir um tólf þúsund félagsmönnum launahækkanir upp á 20 til 25 prósent, kjósi þeir að samþykkja hann í atkvæðagreiðslu eftir helgi. Við kynnum okkur sögulegan kjarasamning í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinni. Innlent 26.2.2025 18:02 Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Minnst fimm kennarar við Flataskóla og einn við Garðaskóla hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við eina þeirra sem hefur lagt fram uppsagnarbréf. Þá ræðum við einnig við fulltrúa samninganefnda í kennaradeilunni sem funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag og lýsa miklum vonbrigðum með stöðu mála. Innlent 25.2.2025 18:02 Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Forseti Úkraínu vonar að stríðinu ljúki og það takist að semja um frið áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður hátt í fjórir milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa. Við ræðum við forsætisráðherra sem er stödd í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.2.2025 18:02 Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra en gera má ráð fyrir að fjöldi þeirra sem innbyrða efnið sé mun meiri þar sem hægt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum. Tryggvi Helgason barnalæknir segist hafa áhyggjur af þessari þróun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 23.2.2025 18:05 Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni við kennara, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að flokkapólitík hafi haft áhrif á að þau höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gær. Rætt verður við Ingu Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.2.2025 18:07 Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. Innlent 21.2.2025 18:00 Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Kennarar samþykktu nú síðdegis innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram til þess að reyna að afstýra umfangsmiklum verkfallsaðgerðum í fyrramálið. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa til tíu í kvöld til að samþykkja eða hafna tillögunni. Við ræðum við deiluaðila um stöðu mála á ögurstundu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.2.2025 18:01 Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tók í dag þátt í fundi Emanuels Macron Frakklandsforseta um öryggi Evrópu og málefni Úkraínu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forsætisráðherra um það sem fór fram á fundinum sem boðað var til vegna viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa um frið í Úkraínu. Innlent 19.2.2025 18:02 Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Rússland og Bandaríkin hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi. Sendiherrar verða skipaðir í ríkjunum ríkin stefna á að semja um endalok stríðsins í Úkraínu. Innlent 18.2.2025 18:11 Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Stjórn Íslandsbanka mun taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna á næsta fundi sínum. Rætt verður við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fjármála- og efnahagsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.2.2025 18:24 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 67 ›
Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Ríkisstjórnin telur ekki ráðlegt að hefja stórtækt endurreisnarstarf í Grindavík vegna óvissu. Ríkið mun ekki kaupa atvinnuhúsnæði í bænum. Við fjöllum um breytingar á stuðningi við Grindvíkinga sem kynntar voru í dag, og fáum viðbrögð frá bæjarstjóra Grindavíkur, sem segist sakna áætlunar um vernd innviða. Innlent 18.3.2025 18:17
Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni útsendingu frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og heyrum frá konu sem lifði af umsátrið við Mariupol. Hún missti eiginmann sinn í árásum á borgina og komst naumlega undan með börnum sínum. Innlent 17.3.2025 18:17
Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.3.2025 18:02
Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.3.2025 18:12
Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast vel skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.3.2025 18:08
Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á manndrápi og fjárkúgun. Tveir karlmenn og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi og lagt hefur verið hald á bifreiðar og muni. Fjallað verður um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.3.2025 18:20
Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir nokkrum þeirra sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær eftir að hafa fundist þungt haldinn í Gufunesi og fimm eru í haldi lögreglu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá héraðsdómi þegar sakborningar voru leiddir fyrir dómara og förum yfir málið. Innlent 12.3.2025 18:09
Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Fimm eru í haldi vegna rannsóknar lögreglu á andláti karlmanns í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Við verðum í beinni frá lögreglustöðinni á Selfossi í kvöldfréttum Stöðvar 2, förum yfir atvik málsins og sjáum myndir af eftirför sem tengist rannsókninni. Innlent 11.3.2025 18:00
Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Ríkissjóður verður í áratugi að greiða upp ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða skuldir Íbúðalánasjóðs að sögn ráðherra. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör þeirra verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Við ræðum við fjármálaráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.3.2025 18:00
Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við aðstoðaryfirlögregluþjó á Austurlandi sem segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. Innlent 9.3.2025 18:25
„Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Eflingar sem segir hækkunina óskiljanlega og óréttlætanlega. Innlent 8.3.2025 18:14
Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu. Innlent 7.3.2025 18:14
Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Lögmenn sakborninganna í hryðjuverkamálinu svokallaða boða tugmilljóna skaðabótakröfu eftir sýknu í alvarlegasta þætti málsins í Landsrétti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt veið Svein Andra Sveinsson lögmann, sem segir þetta tímamótadóm. Innlent 6.3.2025 18:10
Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar segir hugmyndir um að fækka hæstaréttardómurum úr sjö í fimm vanvirðingu við réttinn. Opinberir starfsmenn eru einnig mjög ósáttir við tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem auðvelda uppsagnir. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra bregst við gagnrýninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.3.2025 18:12
Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Hægt væri að spara minnst sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs á næstu fjórum árum af farið verður eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Til þess þarf að sameina háskóla, söfn, lögregluembætti og dómstóla. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins bregst við tillögum í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 4.3.2025 18:11
Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Við ræðum við íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.3.2025 18:04
Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin nýr formaður Sjálfstæðisflokksins á sögulegum landsfundi og er þar með fyrsti kvenkyns formaður flokksins. Aðeins nítján atkvæðum munaði á Guðrúnu og mótframbjóðanda hennar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Innlent 2.3.2025 18:22
Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi Fordæmalaus staða er komin upp í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu eftir hitafund í Hvíta húsinu í gær. Leiðtogar Evrópuríkja hittast á fundi í Lundúnum á morgun til að þétta raðirnar í öryggis- og varnarmálum. Innlent 1.3.2025 18:15
Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Sögulegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag. Formannsslagurinn stendur í fyrsta sinn á milli tveggja kvenna og Bjarni Benediktsson flutti kveðjuræðu sína sem formaður flokksins nú síðdegis. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Valhöll þar sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða saman komnir, hittum landsfundargesti og athugum hvort þeir hafi gert upp hug sinn og heyrum í Bjarna Benediktssyni sem segist nú stiginn út af hinu pólitíska sviði. Innlent 28.2.2025 18:00
Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði. Innlent 27.2.2025 18:02
Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Kjarasamningurinn sem Kennarasamband Íslands, ríki og sveitarfélög undirrituðu í gær tryggir um tólf þúsund félagsmönnum launahækkanir upp á 20 til 25 prósent, kjósi þeir að samþykkja hann í atkvæðagreiðslu eftir helgi. Við kynnum okkur sögulegan kjarasamning í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinni. Innlent 26.2.2025 18:02
Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Minnst fimm kennarar við Flataskóla og einn við Garðaskóla hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við eina þeirra sem hefur lagt fram uppsagnarbréf. Þá ræðum við einnig við fulltrúa samninganefnda í kennaradeilunni sem funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag og lýsa miklum vonbrigðum með stöðu mála. Innlent 25.2.2025 18:02
Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Forseti Úkraínu vonar að stríðinu ljúki og það takist að semja um frið áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður hátt í fjórir milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa. Við ræðum við forsætisráðherra sem er stödd í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.2.2025 18:02
Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra en gera má ráð fyrir að fjöldi þeirra sem innbyrða efnið sé mun meiri þar sem hægt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum. Tryggvi Helgason barnalæknir segist hafa áhyggjur af þessari þróun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 23.2.2025 18:05
Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni við kennara, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að flokkapólitík hafi haft áhrif á að þau höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gær. Rætt verður við Ingu Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.2.2025 18:07
Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. Innlent 21.2.2025 18:00
Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Kennarar samþykktu nú síðdegis innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram til þess að reyna að afstýra umfangsmiklum verkfallsaðgerðum í fyrramálið. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa til tíu í kvöld til að samþykkja eða hafna tillögunni. Við ræðum við deiluaðila um stöðu mála á ögurstundu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.2.2025 18:01
Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tók í dag þátt í fundi Emanuels Macron Frakklandsforseta um öryggi Evrópu og málefni Úkraínu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forsætisráðherra um það sem fór fram á fundinum sem boðað var til vegna viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa um frið í Úkraínu. Innlent 19.2.2025 18:02
Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Rússland og Bandaríkin hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi. Sendiherrar verða skipaðir í ríkjunum ríkin stefna á að semja um endalok stríðsins í Úkraínu. Innlent 18.2.2025 18:11
Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Stjórn Íslandsbanka mun taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna á næsta fundi sínum. Rætt verður við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fjármála- og efnahagsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.2.2025 18:24