Þriðji ráspóll Leclerc í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. september 2019 14:05 Leclerc var fljótastur í þriðja skipti í röð vísir/getty Charles Leclerc verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr verður ræstur á morgun eftir frábæran lokakafla í tímatökunni í dag. Leclerc hefur verið á ráspól í síðustu tveimur keppnum og hann var með besta tímann fyrir síðasta hluta tímatökunnar í dag. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Sebastian Vettel, byrjaði lokakaflann hins vegar á því að setja hraðasta hring dagsins og taka forystuna. Allt leit út fyrir að Vettel myndi taka ráspólinn en Leclerc átti frábæran síðasta hring og tók efsta sætið af liðsfélaga sínum. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes byrjaði lokakaflann illa og var hvorugur Mercedesmannanna í efstu þremur sætunum eftir fyrri hringinn á lokakaflanum. Hamilton átti hins vegar góðan seinni hring og hann stakk sér inn á milli Ferrarimannanna. Brautin í Singapúr er erfið til framúraksturs og því frammistaðan í tímatökunni mjög mikilvæg, enda fögnuðu Ferrarimenn vel og innilega. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Charles Leclerc verður á ráspól þegar Formúlu 1 kappaksturinn í Singapúr verður ræstur á morgun eftir frábæran lokakafla í tímatökunni í dag. Leclerc hefur verið á ráspól í síðustu tveimur keppnum og hann var með besta tímann fyrir síðasta hluta tímatökunnar í dag. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Sebastian Vettel, byrjaði lokakaflann hins vegar á því að setja hraðasta hring dagsins og taka forystuna. Allt leit út fyrir að Vettel myndi taka ráspólinn en Leclerc átti frábæran síðasta hring og tók efsta sætið af liðsfélaga sínum. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes byrjaði lokakaflann illa og var hvorugur Mercedesmannanna í efstu þremur sætunum eftir fyrri hringinn á lokakaflanum. Hamilton átti hins vegar góðan seinni hring og hann stakk sér inn á milli Ferrarimannanna. Brautin í Singapúr er erfið til framúraksturs og því frammistaðan í tímatökunni mjög mikilvæg, enda fögnuðu Ferrarimenn vel og innilega.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira